Seúl Lögreglumenn tóku sér stöðu fyrir framan þinghús Suður-Kóreu eftir að herlögunum var lýst yfir um kvöldið.
Seúl Lögreglumenn tóku sér stöðu fyrir framan þinghús Suður-Kóreu eftir að herlögunum var lýst yfir um kvöldið. — AFP/Jung Yeon-je

Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, sagðist í gær ætla að aflétta herlögum sem hann hafði sjálfur sett fyrr um daginn eftir að hafa sakað stjórnarandstöðu landsins um að vinna í þágu erlendra afla sem vildu kollvarpa stjórnvöldum.

Stjórnarflokkur Yoons, hinn íhaldssinnaði Valdið til fólksins, og stjórnarandstaðan undir forystu Lýðræðisflokksins hafa tekist hart á síðustu vikur um fjárlög ríkisins, en Lýðræðisflokkurinn leiðir meirihluta á þinginu.

Samþykkti þingið því í síðustu viku fjárlög þar sem skorið var niður í varasjóði ríkisins, fjárheimildum forsetaembættisins sem og fjárheimildum fyrir saksóknaraembætti landsins, lögreglu og ríkisendurskoðun.

„Til að verja frjálslynda Suður-Kóreu frá þeim ógnum sem stafa af kommúnistaöflum Norður-Kóreu, og til þess að eyða öflum gegn ríkinu sem vilja ræna frelsi

...