Anna Rún Frímannsdóttir
Nú er heldur betur gósentíð okkar aðdáenda jólanna og hinnar hefðbundnu jólasjónvarpsdagskrár runnin upp. Sjónvarpsstöðvarnar keppast við að auglýsa á miðlum sínum sitt eigið jóladagskrárefni sem er heldur betur girnilegt og stútfullt af alls konar spennandi jólakvikmyndum og þáttum. Það er til að mynda fátt jólalegra en að gleyma sér í sófanum undir hlýju og mjúku teppi yfir góðum jólamatreiðsluþætti, eins og Nigellas jul í Amsterdam, nú eða yfir þætti sem fjallar um jólaskreytingar og hvernig skreyta eigi húsið sitt hátt og lágt. Frændur vorir Danir eru einstaklega duglegir að framleiða slíka þætti fyrir jólin og sýna þá á aðventunni, meðal annars á ríkissjónvarpsstöð sinni DR. Þar má nefnilega finna allt milli himins og jarðar er viðkemur jólunum eins og þætti um jólakransagerð, jólakertaskreytingar, jólatrésskreytingar,
...