Lögboðin jafnlaunavottun gerir ekkert annað en að auka kostnað

Nýjasta könnun Samtaka atvinnulífsins, SA, meðal félagsmanna um reynslu þeirra af jafnlaunavottun gefur skýra niðurstöðu um að lögfesting jafnlaunavottunarinnar hafi verið mistök sem þurfi að leiðrétta.

Jafnlaunavottunin hefur nú verið við lýði í nokkur ár og næg reynsla komin til að fyrirtæki geti lagt mat á árangurinn. Spurð um árangur miðað við kostnað töldu 78% fyrirtækja að kostnaður væri umfram ávinning, aðeins 22% voru á öndverðum meiði.

Í ummælum atvinnurekenda kom að sögn SA fram að „ferlið væri kostnaðarsamt, framkvæmdin væri erfið og tímafrek, þjónaði ekki tilgangi miðað við eðli fyrirtækjanna, samræmdist illa framkvæmd kjarasamninga, úttektir væru of tíðar, erfitt væri að umbuna framúrskarandi starfsfólki óháð kyni og að vottunin ætti að vera valkvæð“.

Sláandi er að kostnaðurinn fyrir fyrirtækin hleypur almennt á milljónum króna á ári og fyrir atvinnulífið í heild telur SA að kostnaðurinn sé 5-6 milljarðar króna.

Þetta

...