Ísabella Sara Tryggvadóttir forðaði Íslandi frá falli úr A-deild Evrópumóts U19-ára landsliða kvenna í knattspyrnu í gær. Ísabella jafnaði metin, 1:1, gegn Norður-Írlandi í lokaumferð undanriðils Evrópumótsins í Murcia á Spáni á 87. mínútu leiksins, eftir aukaspyrnu Bergdísar Sveinsdóttur. Íslenska liðið hafnaði í 3. sæti riðilsins og er komið áfram í næstu umferð undankeppninnar. Dregið verður í næstu umferð á föstudaginn.