Eyþór Kristleifsson forstjóri Skræðu, sem sérhæfir sig í heilbrigðislausnum, og Gunnar Zoëga, forstjóri OK og formaður samtaka fyrirtækja í upplýsingatækniþjónustu (SUT), eru gestir Dagmála í dag. Í þættinum er rætt um samkeppnishindranir á markaði um heilbrigðislausnir.
Tilefnið er ærið, en Samkeppniseftirlitið hefur hafið rannsókn á hvort embætti landlæknis hafi beitt aðgangshindrunum, eins og Morgunblaðið hefur fjallað um. Málið varðar milljarðasamninga við eitt fyrirtæki, Helix (áður Origo), um þjónustu og uppsetningu sjúkraskrárkerfa, ásamt margvíslegum hugbúnaði innan heilbrigðiskerfisins. Þá hefur Kærunefnd útboðsmála (Knú) stöðvað útboð Fjársýslu ríkisins, fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), á myndgreiningarþjónustu þar sem verulegar líkur voru taldar á að útboðið bryti í bága við lög um opinber innkaup. Áður hafði Knú lagt sekt á SÍ vegna samnings um myndgreiningarþjónustu sem var
...