Kristinn Haukur Skarphéðinsson fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1956. Hann lést á heimili sínu 16. nóvember 2024.
Foreldrar hans voru Kristín Guðmundsdóttir híbýlafræðingur og Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt. Systkini Kristins eru Ragnhildur landslagsarkitekt og Ögmundur arkitekt.
Árið 1987 kvæntist Kristinn Haukur Unni Steinu Björnsdóttur lækni, f. 6. janúar 1959. Foreldrar hennar voru Helga Ingibjörg Pálsdóttir bókasafnsfræðingur og Björn Sigurbjörnsson plöntuerfðafræðingur.
Börn Kristins Hauks og Unnar Steinu eru Kristín Helga þroskaþjálfi, f. 24. nóvember 1995, og Björn saxófónleikari, f. 24. maí 1994. Kona Björns er Georgiana Tudorica hagfræðingur, f. 3. mars 1988, og er dóttir þeirra Unnur Dóra, f. 13. október 2024.
Kristinn
...