Nú í kjölfar kosninga reyna þrír flokkar að ná saman þar sem loforðin eru hærri skattar í boði Samfylkingarinnar og skýr krafa Flokks fólksins um að skerða lífeyrisréttindi fólks með því að taka úr lífeyrissjóðunum 90 milljarða á ári. Þetta ásamt kröfu Viðreisnar um inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru.
Það verður áhugavert að sjá Kristrúnu í væntanlegu embætti forsætisráðherra taka á því að vera með Ingu Sæland hjá Flokki fólksins og Þorgerði Katrínu hjá Viðreisn í því að leysa sameiginlega úr efnahagsmálum þjóðarinnar þegar sýn þeirra er mjög ólík á flest þau verkefni sem þarf að vinna.
Óumdeilt þá eru þetta þrjár sterkar konur en þær stýra allar flokkum sínum í gegnum persónu sína og ímynd en ekki endilega á fólkinu sem myndar flokkana, enda aukaleikarar að mati Kristrúnar.
Í stefnuskrá Flokks fólksins kemur fram að útgerðin
...