Svartfjallaland, Rúmenía, Danmörk, Sviss, Holland og Þýskaland eru komin áfram í milliriðla á Evrópumóti kvenna í handbolta sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss. Svartfjallaland vann sjö marka sigur gegn Tékklandi, 28:21, í B-riðlinum í …
Sigur Leikmenn danska kvennalandsliðsins fagna eftir stórsigurinn gegn Færeyjum og um leið sæti í milliriðlum á Evrópumótinu í Basel í Sviss.
Sigur Leikmenn danska kvennalandsliðsins fagna eftir stórsigurinn gegn Færeyjum og um leið sæti í milliriðlum á Evrópumótinu í Basel í Sviss. — AFP/Fabrice Coffrini

Svartfjallaland, Rúmenía, Danmörk, Sviss, Holland og Þýskaland eru komin áfram í milliriðla á Evrópumóti kvenna í handbolta sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss.

Svartfjallaland vann sjö marka sigur gegn Tékklandi, 28:21, í B-riðlinum í Debrecen þar sem Durdina Jaukovic var markahæst með 8 mörk. Rúmenar fylgja þeim í milliriðla eftir tveggja marka sigur gegn Serbíu, 27:25, þar sem Angela Stoica og Sonia Seraficeanu voru markahæstar með fimm mörk hvor.

Svartfjallaland endaði með 6 stig og tekur því tvö stig með sér í milliriðla en Rúmenía hafnaði í öðru sætinu með 4 stig.

Í D-riðlinum vann Danmörk stórsigur gegn Færeyjum í Basel, 33:24 þar sem Trine Östergaard var markahæst með fimm mörk. Þá vann Sviss fjögurra marka sigur

...