Ragnar Þór Ingólfsson hefur látið af formennsku í VR. Sem kunnugt er var hann kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í alþingiskosningunum 30. nóvember. Ragnar Þór lét af störfum í gær. Halla Gunnarsdóttir varaformaður VR hefur tekið við sem formaður,…
Ragnar Þór Ingólfsson hefur látið af formennsku í VR.
Sem kunnugt er var hann kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í alþingiskosningunum 30. nóvember. Ragnar Þór lét af störfum í gær.
Halla Gunnarsdóttir varaformaður VR hefur tekið við sem formaður, í samræmi við starfsreglur stjórnar félagsins, og gegnir formennsku út kjörtímabilið sem lýkur á aðalfundi félagsins í mars árið 2025.