” Mögulega er búið að reikna inn hækkandi markaðsverð fasteigna í vísitölu neysluverðs en svo verður það reiknað aftur inn með hækkandi leiguverði og hækkanir verða þannig tvítaldar.

Hagfræði

Valdimar Ármann

Fjárfestingarstjóri A/F Rekstraraðila

Það er ástæða til að hugleiða aðeins breytingar á aðferðafræði Hagstofunnar til að meta kostnað við búsetu í eigin húsnæði en notast var í fyrsta skipti við nýju aðferðafræðina í júní á þessu ári. Reiknuð húsaleiga er stærsti einstaki liðurinn í vísitölu neysluverðs og vegur næstum 20% og því mikilvægt að vel takist til með mælingar á honum. Hingað til hefur verið notast við einfaldan notendakostnað til að mæla kostnað við að búa í eigin húsnæði, þ.e. markaðsverð húsnæðis og vaxtakostnað lána, en með nýju aðferðinni er notast við húsaleiguígildi með því að horfa á þróun leiguverðs. Að sögn Hagstofunnar á nýja aðferðin að draga úr áhrifum skammtímasveiflna á fasteignamarkaði á vísitöluna sem er líklega rétt mat og jákvætt fyrir

...