Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir, bóndi á Hundastapa, fæddist á Hundastapa í Mýrasýslu 21. september 1941. Hún lést á Dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 23 nóvember 2024.
Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Jónsson og Sigurbjörg Ólafsdóttir, bændur á Hundastapa. Systkini hennar eru Jón, f. 1927, d. 1953, Sigurbjörg, f. 1929, d. 2002, Eðvarð, f. 1930, d. 1988, og Magnús, f. 1939, d. 2000.
Ólöf giftist Ólafi Egilssyni 1961, hann var fæddur 1939, d. 2018. Ólöf og Ólafur eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Sigurbjörg, f. 1961, starfsmaður á Dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi, börn Sigurbjargar eru Agnes, Magnús, Birgir, Snorri og Torfi Lárus. 2) Egill Jóhann, sagnfræðingur og blaðamaður, f. 1962, d. 28. janúar 2015, kvæntist Unni Björk Lárusdóttur, f. 1966, börn þeirra eru Ólafur Lárus og Urður. 3) Guðmundur, verkstjóri og frístundabóndi í
...