Ísland er úr leik á EM 2024 í handknattleik kvenna eftir stórt tap fyrir Þýskalandi, 30:19, í þriðju umferð F-riðils, lokaumferðinni, í Innsbruck í Austurríki í gærkvöldi. Um hreinan úrslitaleik var að ræða þar sem Ísland þurfti á sigri að halda til …
Í Innsbruck
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Ísland er úr leik á EM 2024 í handknattleik kvenna eftir stórt tap fyrir Þýskalandi, 30:19, í þriðju umferð F-riðils, lokaumferðinni, í Innsbruck í Austurríki í gærkvöldi.
Um hreinan úrslitaleik var að ræða þar sem Ísland þurfti á sigri að halda til þess að skáka Þýskalandi og komast áfram í milliriðil 2 sem verður leikinn í Vínarborg.
Holland vann riðilinn með fullu húsi stiga eftir stórsigur á Úkraínu, 43:23, og Þýskaland hafnaði í öðru sæti með fjögur stig. Ísland varð í þriðja sæti með tvö stig eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur á Evrópumóti frá upphafi á sunnudagskvöld, gegn Úkraínu.
Ísland hóf leikinn mjög vel og komst í
...