Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækinu hefði tekist það áætlunarverk sitt að framleiða fyrsta gullið á árinu og sala á því geti því hafist hvað úr hverju. Í lok þriðja ársfjórðungs var félagið með 26 milljónir…
Ellert Arnarson, fjármálastjóri Amaroq Minerals, segir að gullframleiðsla fyrirtækisins sé virkilega lítill hluti af alheimsmarkaðinum.
Ellert Arnarson, fjármálastjóri Amaroq Minerals, segir að gullframleiðsla fyrirtækisins sé virkilega lítill hluti af alheimsmarkaðinum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækinu hefði tekist það áætlunarverk sitt að framleiða fyrsta gullið á árinu og sala á því geti því hafist hvað úr hverju.

Í lok þriðja ársfjórðungs var félagið með 26 milljónir kanadadala, um 2,6 milljarða króna, í lausu fé sem samanstóð af handbæru fé og óádregnum lánalínum að frádregnum viðskiptaskuldum. Staðan í lok júní nam 62,2 milljónum kanadadala (um 6,1 milljarði króna).

Í júlí síðastliðnum samdi fyrirtækið um helstu skilmála nýrrar fjármögnunar við Landsbankann, þrjár lánaheimildir að andvirði 35 milljóna bandaríkjadala (tæpra 5 milljarða króna). Hin nýja fjármögnun mun tryggja verulega auknar lánsheimildir, ásamt framlengingu á núverandi lánalínum.

Ellert Arnarson, fjármálastjóri Amaroq Minerals, segir að félagið sé nú

...