Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækinu hefði tekist það áætlunarverk sitt að framleiða fyrsta gullið á árinu og sala á því geti því hafist hvað úr hverju.
Í lok þriðja ársfjórðungs var félagið með 26 milljónir kanadadala, um 2,6 milljarða króna, í lausu fé sem samanstóð af handbæru fé og óádregnum lánalínum að frádregnum viðskiptaskuldum. Staðan í lok júní nam 62,2 milljónum kanadadala (um 6,1 milljarði króna).
Í júlí síðastliðnum samdi fyrirtækið um helstu skilmála nýrrar fjármögnunar við Landsbankann, þrjár lánaheimildir að andvirði 35 milljóna bandaríkjadala (tæpra 5 milljarða króna). Hin nýja fjármögnun mun tryggja verulega auknar lánsheimildir, ásamt framlengingu á núverandi lánalínum.
Ellert Arnarson, fjármálastjóri Amaroq Minerals, segir að félagið sé nú
...