Stjórn Félags atvinnurekenda (FA) sendi formönnum stjórnmálaflokkanna sex, sem fengu menn kjörna á þing í nýafstöðnum kosningum, ályktun um hagsmunamál fyrirtækja sem FA telur brýnt að horft verði til við smíði stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.
FA leggur til afnám sérréttinda ríkisstarfsmanna og fækkun þeirra, að Samkeppniseftirlitið hafi eftirlit með opinberum stofnunum svo að þær fari að lögum um útboð, að undanþága mjólkur- og kjötvinnslu frá samkeppnislögum verði afnumin og stopp á hækkun fasteignaskatta.
Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA segir stefnumál stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga hafa verið helsti hvatinn.
„Okkur finnst stefnumál stjórnmálaflokka fyrir kosningarnar rýr í roðinu þegar kemur að afmörkuðum hagsmunamálum sem varða rekstrarumhverfi fyrirtækja. Við reyndum því að dýpka þá umræðu
...