Efnahagsmál
Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
Kosningum er lokið og við höfum fengið lýðræðislega niðurstöðu. Það verður að teljast líklegt að það séu ekki allir sáttir við úrslitin en þannig verður það víst alltaf. Lýðræðið hefur talað og við höfum fengið þá niðurstöðu sem okkur ýmist líkar eða mislíkar. Við megum þó aldrei gleyma því hve miklu máli það skiptir að við fáum að taka þátt í vali á þeim sem stýra landinu. Það er ekki sjálfgefið.
Á þessari stundu vitum við lítið um það hvernig næsta ríkisstjórn verður. Það eru ekki margir raunhæfir möguleikar í stöðunni. Við vitum þó að það er útilokað að allir flokkarnir, sem komast til valda, nái að standa við öll loforðin sín. Fram undan er tími samninga
...