Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefja í dag formlegar stjórnarmyndunarviðræður.
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er bjartsýn á að viðræðurnar gangi vel.
„Við erum að hefja þessar viðræður á þeim grundvelli að við munum ljúka þessu. Það er auðvitað lykilatriði. Ég er bjartsýn og við erum allar frekar lausnamiðaðar í þessu samhengi. Við vitum að það er góður málefnagrundvöllur og finnum til mikillar ábyrgðar eftir þessar kosningar að ná saman,“ segir formaður Samfylkingarinnar.
Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti í gærmorgun Kristrúnu umboð til að mynda næstu ríkisstjórn Íslands. Kristrún fundaði í kjölfarið með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins.
...