Samtöl eru hafin um hugsanlega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Mörk þessara sveitarfélaga liggja saman á Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði, þar sem Dalirnir tilheyra Vesturlandi en Húnaþing vestra Norðurlandi
Kennileiti Staðarskáli er skammt frá mörkum Húnaþings vestra og Dala.
Kennileiti Staðarskáli er skammt frá mörkum Húnaþings vestra og Dala. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Samtöl eru hafin um hugsanlega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Mörk þessara sveitarfélaga liggja saman á Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði, þar sem Dalirnir tilheyra Vesturlandi en Húnaþing vestra Norðurlandi. Samanlagður íbúafjöldi sveitarfélaganna er um 1.900 manns.

„Nokkuð er síðan þreifingar um þetta hófust en nú verður málið tekið til umræðu á opnum fundi á vegum sveitarstjórnar í Félagsheimili Hvammstanga,“ segir Magnús Magnússon, oddviti Húnaþings vestra, í samtali við Morgunblaðið, en fundurinn verður haldinn í dag.

„Sveitarstjórnarmenn velta fyrir sér hvernig megi, með ráðum og dáð, efla byggð og atvinnu og treysta fjárhag sveitarfélaganna

...