„Það er heilmikil aukning milli ára. Það kemst kannski einhvern tímann eitthvert jafnvægi á en það er ekki komið að því enn,“ segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri dreifingarfyrirtækisins Dropp
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er heilmikil aukning milli ára. Það kemst kannski einhvern tímann eitthvert jafnvægi á en það er ekki komið að því enn,“ segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri dreifingarfyrirtækisins Dropp.
Miklar annir hafa verið í verslun að undanförnu í tengslum við þrjá vinsæla netverslunardaga; dag einhleypra, svartan föstudag og netmánudag. Þeir tveir síðarnefndu eru nýafstaðnir og voru óvenju seint á ferðinni í ár, runnu saman við
...