Magdeburg Ómar Ingi Magnússon er í lykilhlutverki í þýska liðinu.
Magdeburg Ómar Ingi Magnússon er í lykilhlutverki í þýska liðinu. — Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Ómar Ingi Magnússon landsliðsmaður í handknattleik verður frá keppni næstu þrjá mánuðina og missir samkvæmt því af heimsmeistaramótinu með landsliði Íslands, samkvæmt tilkynningu sem þýska félagið Magdeburg sendi frá sér í gær.

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari sagði við Morgunblaðið í gær að tilkynning Magdeburg hefði komið sér á óvart og að möguleiki væri á að Ómar yrði með íslenska liðinu að minnsta kosti hluta af heimsmeistaramótinu, en Ísland hefur keppni í Zagreb 16. janúar þegar liðið mætir Grænhöfðaeyjum.

Ómar meiddist á ökkla á upphafsmínútunum í leik Magdeburg og Bietigheim í þýsku 1. deildinni á sunnudaginn.

„Hann er klárlega illa meiddur og það eru talsverðar líkur á því að hann missi af einhverjum hluta af HM

...