Rekstur Volkswagen er kominn á heljarþröm og risinn óstöðugur.
Rekstur Volkswagen er kominn á heljarþröm og risinn óstöðugur. — AFP/Ina Fassbender

Starfsmenn níu verksmiðja Volkswagen í Þýskalandi hófu tveggja tíma verkföll á mánudag og stöðvuðu framleiðsluna vegna ósættis á milli starfsmanna og stjórnenda vegna launaskerðingar og framtíðarreksturs félagsins.

Að sögn Reuters mun bílaframleiðandinn vera undir miklum þrýstingi um að lækka kostnað vegna lítillar eftirspurnar og aukinnar samkeppni.

Þá fordæmdu leiðtogar verkalýðsfélaganna ákvarðanir stjórnenda Volkswagen og sökuðu þá um að refsa starfsfólki fyrir þeirra eigin mistök.