Oumoul Coulibaly var stigahæst hjá nýliðum Tindastóls þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Hauka að velli, 90:86, í 9. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfubolta á Sauðárkróki í gær. Coulibaly gerði sér lítið fyrir og skoraði 26 stig,…
Körfuboltinn
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Oumoul Coulibaly var stigahæst hjá nýliðum Tindastóls þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Hauka að velli, 90:86, í 9. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfubolta á Sauðárkróki í gær. Coulibaly gerði sér lítið fyrir og skoraði 26 stig, ásamt því að taka sex fráköst og gefa fjórar stoðsendingar.
Tindastóll er í fimmta sæti deildarinnar með 10 stig og hefur nú unnið tvo leiki í röð, gegn Haukum og Hamri. Þetta var annar tapleikur Hauka á tímabilinu en liðið hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir leik gærdagsins. Fyrsta tap Hafnfirðinga var gegn Njarðvík á Ásvöllum 23. október.
Sauðkrækingar byrjuðu leikinn betur og leiddu með 12 stigum að fyrsta leikhluta loknum, 26:14. Hafnfirðingar
...