60 ára Kristín fæddist í Cleveland, Ohio í Bandaríkjunum en fluttist til Íslands fimm ára. Hún ólst upp og gekk í skóla á Seltjarnarnesi og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Samhliða grunn- og menntaskólanámi lærði Kristín á þverflautu og lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík eftir stúdentspróf. „Ég þurfti alltaf að hafa mikið fyrir stafni, og þannig vann ég t.a.m. sem læknaritari með MR og Tónó, og í 6. bekk var ég farin að kenna á þverflautu í Tónlistarskólanum í Hafnarfirði.“ Árið 1989 fór Kristín í framhaldsnám í þverflautuleik í París, þar sem hún bjó í 10 ár. Þar kynntist hún fyrri manni sínum, Tristan Cardew, og áttu þau saman fjögur börn.
Árið 1998 ákvað Kristín að söðla um, hætta að spila á flautu og taka upp fatahönnun. „Ég fann að ég þurfti að breyta til. Ég hafði spilað á þverflautuna mína frá því ég var átta
...