Stjórnvöld í Finnlandi brugðust skjótt við í gær eftir að skorið var á tvo ljósleiðara sem lágu í jörðu á milli Finnlands og Svíþjóðar. Urðu um sex þúsund finnsk heimili fyrir truflunum á netsambandi og var óttast að um fjölþátta hernað hefði verið að ræða.
Finnska lögreglan greindi hins vegar frá því eftir rannsókn sína að ekki léki grunur á glæpsamlegu athæfi, en talið er að ljósleiðararnir hafi skemmst vegna vinnuslyss með skurðgröfu.
Rannsókn stendur enn yfir vegna meintra skemmdarverka á tveimur sæstrengjum í Eystrasalti í nóvember.