Sænski varnarmaðurinn Mattias Edeland og serbneski miðjumaðurinn Milan Tomic eru gengnir til liðs við ÍBV og munu leika með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu næsta sumar. Edeland, sem er 25 ára gamall, kemur til félagsins frá Stocksund í sænsku C-deildinni. Tomic kemur til Eyjamanna frá Vrsac sem leikur í serbnesku B-deildinni. Eyjamenn fögnuðu sigri í 1. deildinni á síðustu leiktíð og verða nýliðar í Bestu deildinni í sumar.