Umboðsmaður Alþingis hefur beðið Útlendingastofnun (UTL) um upplýsingar um hvernig staðið hefur verið að afgreiðslu umsókna um dvalarleyfi eftir að útlendingalögum var breytt. Segist umboðsmaður í bréfi til stofnunarinnar hafa fengið ábendingar um breytta framkvæmd, m.a. að við nýlega afgreiðslu á umsóknum um endurnýjun tímabundins dvalarleyfis og um ótímabundið dvalarleyfi hafi lögum verið beitt með afturvirkum hætti.

Einnig hafi umboðsmanni verið bent á að dæmi séu um að umsækjendur hafi ekki fengið ákvörðun á máli sínu birta með viðeigandi hætti og

...