Mér hefur lengi þótt það skrítið að Frakkar skuli ekki vera frjálshyggjumenn upp til hópa. Við eigum jú frönskum spekingum og frelsishetjum að þakka margar grunnhugmyndir okkar um frelsi og réttindi einstaklingsins. Það ætti heldur ekki að vera flókið að láta frönsk skólabörn lesa skrif Frédérics Bastiats á frummálinu svo að þau fái skilið hvernig ríkisvaldið getur blásið út og orðið að óseðjandi skrímsli.
Skrítnast af öllu er að hinn dæmigerði Frakki er meiri einstaklingshyggjusinni en hjarðdýr: Frakkar hafa ofboðslega gaman af fundarhaldi en þeir bera líka mikla virðingu fyrir sjálfstæði og frumleika í hugsun; þeir þola ekki þegar meiri máttar níðast á minni máttar, og eru fullir af samúð með þeim sem eiga um sárt að binda. Gallinn er sá að Frakkinn tortryggir ekki hið opinbera heldur hefur hann óbilandi trú á getu hámenntaðra embættismanna – með gráður frá fínu frönsku háskólunum –
...