Fjársýsla ríkisins gerði verulegar athugasemdir við útboðsgögn Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna útboðs á myndgreiningarþjónustu. Sjúkratryggingar Íslands brugðust ekki við athugasemdum Fjársýslunnar nema að afar takmörku leyti.
Kærunefnd útboðsmála (Knú) stöðvaði nýverið útboðið eftir kæru segulómunarfyrirtækisins Intuens, vegna þess að verulegar líkur hefðu verið leiddar að því að brotið hefði verið gegn lögum um opinber innkaup við útboðið.
Í svarbréfi Fjársýslunnar við beiðni Samkeppniseftirlitsins um gögn og upplýsingar vegna útboðsins kemur fram að Fjársýslan vilji vekja sérstaka athygli á þeirri stöðu sem kom upp við gerð útboðsgagna í útboðinu. Ráðleggingum og athugasemdum Fjársýslunnar hafi ekki verið sinnt nema að litlu leyti. „Raunar svo litlu leyti að starfsmaður Fjársýslunnar sá sig knúinn til að senda Sjúkratryggingum
...