Jafnan er tilefni til að kætast þegar Són, tímarit um ljóðlist og óðfræði, berst inn um lúguna. Þar kennir ýmissa grasa. Sónarskáldið er Gyrðir Elíasson og birtir fjögur ný ljóð, kynntir eru til leiks bragarhættirnir tríóletta, hækur og tönkur og…
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Jafnan er tilefni til að kætast þegar Són, tímarit um ljóðlist og óðfræði, berst inn um lúguna. Þar kennir ýmissa grasa. Sónarskáldið er Gyrðir Elíasson og birtir fjögur ný ljóð, kynntir eru til leiks bragarhættirnir tríóletta, hækur og tönkur og finna má þar gamanrímu Tóbíasar Tóbíassonar Kalmans frá Saskatchewan um svaðilför fjögurra innflytjenda í Vatnabyggð um hávetur – ekki annað hægt að segja en að upphafið lofi góðu!
Segja vil ég sögu hér,
sagða eins og vera ber
um eitt frækið ferðalag
fjarska kaldan sunnudag.
Það lá vel á söguhetjunum þegar leikar stóðu hæst:
Sungu drengir sigurljóð
...