Magnús Már segir hátt vaxtastig, verðbólgu og hina svokölluðu gullhúðun vera þekktar áskoranir í rekstri fjármálafyrirtækja.
Magnús Már segir hátt vaxtastig, verðbólgu og hina svokölluðu gullhúðun vera þekktar áskoranir í rekstri fjármálafyrirtækja. — Morgunblaðið/Karítas

Magnús Már Leifsson er fæddur og uppalinn á fjárbúinu Mávahlíð í Snæfellsbæ og tók nýlega við sem forstöðumaður einkabankaþjónustu Arion Premíu. Hann hefur marga fjöruna sopið á starfsferli sínum, m.a. unnið sem vallarstjóri á golfvelli, í fjárbúi, frystihúsi, humarbátum og sem lögfræðingur.

Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?

Ein af helstu áskorunum í framtíðarþjónustu við viðskiptavini fjármálastofnana er að vera vakandi fyrir síbreytilegum þörfum viðskiptavinanna og missa ekki tengsl við þá með aukinni sjálfvirknivæðingu. Arion Premía er þjónustuloforð sem var stofnað til höfuðs þessari áskorun. Við sníðum þjónustuna að þörfum viðskiptavina í umfangsmiklum viðskiptum við Arion-samstæðuna.

Við leitumst við að veita viðskiptavinum okkar persónubundna og

...