Nasser Al-Khelaifi, stjórnarformaður París SG í Frakklandi, segir ekkert til í þeim sögusögnum að félagið sé í viðræðum við egypska knattspyrnumanninn Mohamed Salah. Salah, sem er 32 ára gamall, var sterklega orðaður við Frakklandsmeistarana í…

Nasser Al-Khelaifi, stjórnarformaður París SG í Frakklandi, segir ekkert til í þeim sögusögnum að félagið sé í viðræðum við egypska knattspyrnumanninn Mohamed Salah. Salah, sem er 32 ára gamall, var sterklega orðaður við Frakklandsmeistarana í vikunni hjá miðlum á borð við talkSport og L'Equipe í Frakklandi. Samningur Salah við Liverpool rennur út næsta sumar og er honum því frjálst að semja við annað félag strax eftir áramót. Al-Khelaifi sagði meðal annars í samtali við Sky Sports að um falsfréttir væri að ræða.

Fótboltamaðurinn Aron Kristófer Lárusson hefur rift samningi sínum við Þór á Akureyri. Aron, sem er 26 ára gamall, gekk til liðs við Þórsara frá KR í júlí í sumar og lék sjö leiki með liðinu í 1. deildinni. Aron er uppalinn hjá Þór en hefur einnig leikið með Völsungi, ÍA og KR á ferlinum. Alls á hann að baki 74 leiki í efstu

...