Jóhann Rúnar Björgvinsson
Erum við komin á þann stað varðandi ferðaþjónustu að nauðsynlegt sé að setja henni ramma líkt og sjávarútvegi? Ljóst er að hinn snarpi vöxtur hennar frá covid hefur verið mjög íþyngjandi fyrir starfsemi hagkerfisins og þá sérstaklega vegna verðbólguáhrifa og aukinna áskorana í húsnæðis- og samneysluþjónustu. Líklegt er þó að ferðaþjónusta verði okkar framtíðaratvinnugrein ef faglega er staðið að málunum og fyrirhyggja höfð að leiðarljósi.
En hvað er ferðaþjónusta?
Samkvæmt alþjóðlegri hagskilgreiningu er ferðaþjónusta samansafn atvinnugreina sem selja ferðamönnum afurðir sínar. Ferðaþjónusta er því ekki ein atvinnugrein heldur summa atvinnugreina sem selja misstóran hluta afurða sinna ferðamönnum. Þær atvinnugreinar sem selja meirihluta afurða sinna ferðamönnum eru í fræðunum kallaðar
...