Svanhvít Ljósbjörg Gígja hefur starfað hjá Árvakri í um 18 ár og á þeim tíma sinnt ýmsum störfum innan fyrirtækisins, þar á meðal sem blaðamaður og mannauðsstjóri auk þess að vera með umsjón yfir blaðaukaútgáfu Morgunblaðsins um tíma.

Í dag starfar Svanhvít sem forstöðumaður innri samskipta og þróunar auk þess að sinna blaðamennsku og umsjón kostaðra blaðauka í hjáverkum. Svanhvít er með BA-gráðu í félags- og fjölmiðlafræði, diplóma í hagnýtri fjölmiðlun, MA-gráðu í mannauðsstjórnun og D-vottun í verkefnastjórnun.