Hver skyldu vaxtakjörin vera á skattfje sem ríkissjóður lánar inn í „kaupin á eyrinni“? Launaseðlar verða að sýna raunveruleg laun.
Geir Waage
Geir Waage

Geir Waage

Greiðslur launþega til lífeyrissjóða og mótframlag launagreiðenda fara eftir kjarasamningum og eru hluti launa. Löngum var talað um eign manna í lífeyrissjóði, nú heitir það „rjettur til lífeyris“. Hvað sem þessum hugtökum líður verður því ekki á móti mælt að launþegi greiðir 4% af launum sínum inn í lífeyrissjóð á móti 11,5% greiðslu launagreiðanda sem myndar eign – eða „rjettindi“ launþega í lífeyrissjóðnum. Þessar greiðslur eru hluti þeirra kaupa og kjara sem samið er um í kjarasamningi.

Þessu til viðbótar geta launþegar lagt fje í sjereignarsparnað, 2% af launum á móti 4% mótframlagi launagreiðanda. Meðferð þessa sparnaðar, sem sannarlega er sjereign launþegans, er háð dyntum ríkisvaldsins þannig, að eiganda fjárins er heimil ráðstöfun þess stundum, en stundum ekki og fer það eftir forræðishyggju

...