Eyþór Árnason hefur verið atvinnuljósmyndari í 24 ár eða síðan hann var 19 ára gamall. Hann hefur unnið fyrir flesta fjölmiðla landsins ásamt fyrirtækjum og stofnunum. Í raun hefur hann gert allt sem hægt er að gera í ljósmyndun; allt frá ungbarnaljósmyndun yfir í auglýsingar og fréttir. Eyþór byrjaði fyrst sem nemi á Morgunblaðinu árið 2004 en þá hafði hann starfað sem ljósmyndari í fimm ár. Í sumar kom hann svo aftur á Moggann og er loksins kominn heim. Eyþór hefur tekið mikið af matarljósmyndum í gegnum tíðina og er mikill áhugamaður um matargerð.