Þórhallur Heimisson
Þá er aðventan gengin í garð, enda fyrsti sunnudagur í aðventu liðinn. Þar með eru aðeins þrír sunnudagar til jóla og jólaundirbúningurinn fer örugglega að fara á fullt á mörgum heimilum. Þetta haustið hafa kosningar og þjóðmálaumræðan sem þeim fylgir sett svip sinn á mannlífið. En nú eru þær að baki, niðurstöður liggja fyrir og alveg eins gott að fá sér kakó og hugsa til jóla.
Aðventuhefð
Það er orðin föst aðventuhefð hjá mér að fara með hóp íslenskra ferðalanga til Rómar. Það hef ég gert reglulega frá árinu 2005 þegar ég fór mína fyrstu aðventuferð á heimaslóðir Júlíusar Sesars. Það er mikil upplifun að koma til Rómar þegar jólaundirbúningurinn er að fara í gang af fullri alvöru. Borgin er skreytt í jólabúningi, borð veitingahúsa og kaffihúsa svigna af kræsingum og kirkjurnar óma af söng
...