1 stk. andabringa á mann

smjör

timían

hvítlauksgeiri

Verkið andabringuna og skerið raufar í skinnið. Passið að fara ekki í gegnum skinnið, aðeins rétt yfir.

Setjið pönnu á helluna og setjið á milliháan hita.

Setjið bringuna strax á kalda pönnuna og passið að leyfa henni að brúnast vel á skinninu í u.þ.b. fjórar mínútur.

Þegar andabringan er orðin gullinbrún þá er sett smjör, timían og hvítlaukur á pönnuna.

Notið skeið til að hella smjörinu yfir bringuna svo hún gullbrúnist enn betur.

Takið bringuna af pönnunni í kjarnhita u.þ.b. 49°c og hún á að enda í u.þ.b. 57°c.

...