Snædís matreiðslumaður hefur náð einstökum árangri í fagi sínu. Hún er mikil keppnismanneskja í eðli sínu og frá því að hún var á námssamningi á sínum tíma hjá Sushi Samba og Apótekinu starfaði hún fyrir kokkalandsliðið þar sem hún vildi vera nálægt þeim allra bestu í faginu. Hún kláraði námssamninginn sinn á Hótel Sögu og var þá valin í landsliðið.

Hún var fyrirliði landsliðsins sem fór á heimsmeistaramótið árið 2018 og einnig fyrirliði þegar Ísland hreppti þriðja sætið á Ólympíuleikunum í Stuttgart árið 2020. Í dag starfar hún sem þjálfari kokkalandsliðsins, en þess má geta að íslenska liðið lenti í 3. sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Stuttgart í febrúar á þessu ári.