Virknin í eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni hefur tekið litlum sem engum breytingum.
Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir gosóróa nokkuð stöðugan en að hann hafi þó minnkað örlítið síðustu daga.
Virknin er bundin við einn gíg á gossprungunni.
Að sögn Minneyjar er ómögulegt að segja til um hvort það sé farið að sjá fyrir endalok eldgossins.
„Eina breytingin er að það er örlítil lækkun í gosóróanum en það sést ekki á yfirborðinu,“ segir Minney og tekur jafnframt fram að hraunið frá eldgosinu sé nú meira að þykkna en skríða fram en þó er örlítil hreyfing til suðausturs við Fagradalsfjall. Aðspurð segir Minney að ósköp lítilli gasmengun sé spáð á svæðinu næsta
...