Sjálfboðaliðar verða mönnum á meðferðargangi í fangelsinu á Litla-Hrauni til stuðnings, halds og trausts, samkvæmt því sem kynnt var í gær. Samningur er í höfn um samstarf Fangelsismálastofnunar og Afstöðu, sem er félag fanga og áhugafólks um bætt fangelsismál og betrun
Samtal Mikilvægt stuðningsverkefni og margt var því um að ræða meðal þeirra sem mættu í fangelsið í gær.
Samtal Mikilvægt stuðningsverkefni og margt var því um að ræða meðal þeirra sem mættu í fangelsið í gær.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Sjálfboðaliðar verða mönnum á meðferðargangi í fangelsinu á Litla-Hrauni til stuðnings, halds og trausts, samkvæmt því sem kynnt var í gær. Samningur er í höfn um samstarf Fangelsismálastofnunar og Afstöðu, sem er félag fanga og áhugafólks um bætt fangelsismál og betrun. Inntak hans er að fólk á vegum félagsins, alls um 20 manna hópur, mæti reglulega á meðferðarganginn og veiti föngunum stuðning. Þar er um að ræða menn sem komnir eru á beina braut og halda sig frá vímuefnaneyslu í fangavist.

Vist á meðferðargangi hefur lengi tíðkast á Litla-Hrauni þó að slíkt hafi ekki boðist allra síðustu mánuði. Nú er þráðurinn aftur tekinn upp og á ganginum er pláss fyrir níu fanga, sem þar hafa meðal annars aðgang að útivistarsvæði sem þeim einum tilheyrir. Einnig eru á gangi

...