Hvalveiðar hafa verið heimilaðar með útgáfu leyfis matvælaráðherra til Hvals hf. til veiða á langreyðum. Einnig var gefið út leyfi til hrefnuveiða til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14 sem er í eigu Tjaldtanga ehf., en þrjár…
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Hvalveiðar hafa verið heimilaðar með útgáfu leyfis matvælaráðherra til Hvals hf. til veiða á langreyðum. Einnig var gefið út leyfi til hrefnuveiða til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14 sem er í eigu Tjaldtanga ehf., en þrjár umsóknir bárust um leyfi til hrefnuveiða og ein umsókn til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu.
Leyfin eru gefin út í samræmi við ákvæði laga um hvalveiðar, að fengnum
...