— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Frosthörkur síðustu daga hafa sett svip sinn á landið en spáð er hlýnandi veðri frá og með sunnudeginum. Talsvert hefur losnað um ísstífluna í Ölfusá á síðustu dögum. Vatn rennur vel um ána til suðurs og vatnshæð hefur lækkað. Þegar mest lét flæddi vatn úr ánni upp að og yfir göngustíga við árbakkann. Ís og krapi í ánni þrýstu vatninu upp á bakkann og bað lögreglan á Suðurlandi íbúa í nágrenni við Ölfusá að hafa samband við lögregluna færi ís eða vatn að nálgast garða og hús á Selfossi.