FH er áfram með tveggja stiga forskot á toppi úrvalsdeildar karla í handbolta eftir öruggan sigur á HK, 30:21, á heimavelli sínum í Kaplakrika í gærkvöldi. FH hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og heldur fast í toppsætið. Afturelding hafði betur gegn Val, 29:25, á heimavelli og heldur því öðru sætinu en Valsmenn hefðu getað farið upp í annað sæti með sigri. Þá vann Fram öruggan sigur á Fjölni. 36:28, og ÍR og Grótta skildu jöfn, 29:29. » 27