Árni Indriðason, sagnfræðingur og menntaskólakennari, lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. desember síðastliðinn, 74 ára að aldri.

Árni fæddist í Reykjavík 3. júní 1950. Foreldrar hans voru Indriði Sigurðsson stýrimaður og Erla Árnadóttir bókavörður. Systkini Árna eru Anna Sigríður, hjúkrunarfræðingur, f. 1949, Sigurður, skrifstofumaður,
f. 1953, og Kári, eðlisfræðingur, f. 1961.

Árni ólst upp á Melabraut á Seltjarnarnesi og gekk í Mýrarhúsaskóla. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970 og lauk cand. mag. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1977.

Árni hóf að kenna sögu við Menntaskólann í Reykjavík árið 1977. Þar kenndi hann einkum sögu Grikkja hinna fornu og sögu Rómaveldis annars vegar en mannkyns- og Íslandssögu 19. og 20. aldar hins vegar. Hann

...