Í merkilegri vísindagrein eftir Dan Kahan sem kom út fyrir rúmum áratug er fjallað um vandamál þar sem gáfaða fólkinu gengur verr en öðrum. Fréttir um greinina lýsa henni sem sorglegustu uppgötvun sem gerð hefur verið um heilann – en í greininni er fjallað um hvernig stjórnmál skemma getu fólks til þess að reikna.
Í rannsókninni var fjallað um tilraun sem var gerð á húðkremi til þess að lækna útbrot á húð. Af hópnum sem notaði krem löguðust útbrotin hjá 223 en urðu verri hjá 75, á meðan útbrotin löguðust hjá 107 í hópnum sem notaði ekki kremið. Í þeim hópi versnuðu útbrotin hjá 21. Niðurstöðurnar sýndu að fólk sem gekk almennt séð vel í stærðfræði giskaði rétt; að kremið væri verra en að nota ekki krem. Munurinn er að útbrotin minnkuðu hjá fimmfalt fleirum af þeim sem notuðu ekki krem en bara þrefalt fleirum af þeim sem notuðu krem.
Í kjölfarið var svo
...