Akureyri Fjölmennt var á Akureyrarflugvelli í gær þegar áfanganum var fagnað. Sigurður Ingi sagði nýja mannvirkið mikið framfaraspor.
Akureyri Fjölmennt var á Akureyrarflugvelli í gær þegar áfanganum var fagnað. Sigurður Ingi sagði nýja mannvirkið mikið framfaraspor. — Morgunblaðið/Margrét Þóra

Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð og formlega tekin í notkun á Akureyrarflugvelli í gær. Ráðherra og þingmenn fjölmenntu þegar áfanganum var fagnað.

Flughlaðið nýja er 33 þúsund fermetrar að stærð, þar af eru tvö skilgreind þotusvæði. Er nú hægt að taka á móti 12 til 14 flugvélum á Akureyrarflugvelli í stað fjögurra til fimm véla.

„Ný og endurbætt flugstöð var unnin í þremur áföngum. Í þeim fyrsta var nýrri viðbyggingu upp á 1.100 fermetra bætt við þar sem er aðstaða fyrir lögreglu, toll, fríhafnarverslun og veitingastað. Í öðrum áfanga verksins var núverandi komusvæði flugstöðvarinnar endurbyggt en þar er nýtt innritunarsvæði. Í þriðja áfanga voru núverandi innritunarsvæði og skrifstofuhluti flugstöðvarbyggingarinnar endurbyggð,“ segir í tilkynningu frá Isavia.

...