Forsætisráðherra Frakklands, Michel Barnier, baðst lausnar í gærmorgun eftir að neðri deild franska þingsins samþykkti vantraust á ríkisstjórn hans með ríflegum meirihluta í fyrrakvöld. 331 þingmaður samþykkti vantraustið af þeim 577 sem skipa neðri …
Frakkland Macron ávarpaði frönsku þjóðina í sjónvarpi í gærkvöldi.
Frakkland Macron ávarpaði frönsku þjóðina í sjónvarpi í gærkvöldi. — AFP/Ludovic Marin

Forsætisráðherra Frakklands, Michel Barnier, baðst lausnar í gærmorgun eftir að neðri deild franska þingsins samþykkti vantraust á ríkisstjórn hans með ríflegum meirihluta í fyrrakvöld. 331 þingmaður samþykkti vantraustið af þeim 577 sem skipa neðri deildina, en einungis 288 þingmenn þurftu að styðja vantraustið til þess að það næði fram að ganga.

Barnier fór til fundar við Emmanuel Macron Frakklandsforseta í frönsku forsetahöllinni en Macron þarf nú að finna annan forsætisráðherra og helst sem fyrst, þar sem brýn verkefni liggja fyrir í fjármálum franska ríkisins. Macron fól Barnier að sitja áfram í starfsstjórn, sem mun starfa þar til eftirmaður hans hefur verið fundinn.

Stjórn Barniers er þar með orðin sú skammlífasta í sögu fimmta lýðveldisins. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 1962 sem vantraust náði fram að ganga á þingi, en

...