Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árin 2025-2028 var samþykkt í bæjarstjórn í vikunni. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er áætluð jákvæð um tæpa 1,5 milljarða króna. Meðal helstu framkvæmda á næsta ári má nefna nýjan leikskóla í Hagahverfi,…
Akureyri Horfur ágætar í rekstrinum.
Akureyri Horfur ágætar í rekstrinum. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árin 2025-2028 var samþykkt í bæjarstjórn í vikunni. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er áætluð jákvæð um tæpa 1,5 milljarða króna.

Meðal helstu framkvæmda á næsta ári má nefna nýjan leikskóla í Hagahverfi, áframhaldandi uppbyggingu á KA-velli, nýjan gervigrasvöll á svæði Þórs og endurbætur á Sundlaug Akureyrar. Útsvarsprósenta og álagningarprósenta fasteignaskatts verður óbreytt frá yfirstandandi ári. Stilla á gjaldskrárhækkunum í hóf, almenn verður 3,5% hækkun með örfáum undantekningum, eins og það er orðað í fréttatilkynningu.