Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings samþykkti á fundi sínum í gær að úthluta Íslandsþara ehf. lóð fyrir starfsemi fyrirtækisins í Búðarfjöru 1 sem er á hafnarsvæðinu á Húsavík. Atkvæði féllu þannig að fimm voru hlynntir úthlutuninni, tveir voru andvígir og tveir sátu hjá. Umsókn þessa efnis var tekin fyrir í skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings 12. nóvember og samþykkt þar af meirihluta ráðsins að leggja til við sveitarstjórn að fyrirtækið fengi úthlutaða téða lóð.

Á umliðnum árum hefur talsvert verið fjallað um áform Íslandsþara ehf. um þurrkun og vinnslu á stórþara og var málið lengst af umdeilt í héraði. Höfðu íbúar áhyggjur af hljóð- og lyktarmengun sem starfseminni fylgdi, en þær áhyggjur hafa dvínað þar sem vinnsluaðferðir hafa tekið breytingum.

Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings segir í samtali við Morgunblaðið

...