Rafmagnsverð á Íslandi hefur hækkað um 13,2% síðustu 12 mánuði, samkvæmt samantekt Samtaka iðnaðarins (SI), og er þetta mesta hækkun í 13 ár. Raunverð raforku hafi hækkað um 8,4% síðasta árið. Samtökin segja hækkunina á raforkuverði endurspegla þá…
Sigurður Hannesson
Sigurður Hannesson

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Rafmagnsverð á Íslandi hefur hækkað um 13,2% síðustu 12 mánuði, samkvæmt samantekt Samtaka iðnaðarins (SI), og er þetta mesta hækkun í 13 ár. Raunverð raforku hafi hækkað um 8,4% síðasta árið.

Samtökin segja hækkunina á raforkuverði endurspegla þá stöðu að raforkuframleiðsla hafi ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins, þar á meðal fólksfjölgun. Samantektin er unnin meðal annars upp úr ársreikningum Landsvirkjunar og vísitölu raforku frá Hagstofunni.

...