Jólasýning BERG Contemporary verður opnuð í dag, föstudaginn 6. desember, klukkan 17 og segir í tilkynningu að af því tilefni verði boðið til gleðilegrar hátíðar. „Á jólasýningu okkar má finna samhljóm ýmissa verka eftir fimmtán listamenn…
Jólasýning BERG Contemporary verður opnuð í dag, föstudaginn 6. desember, klukkan 17 og segir í tilkynningu að af því tilefni verði boðið til gleðilegrar hátíðar.
„Á jólasýningu okkar má finna samhljóm ýmissa verka eftir fimmtán listamenn tengda galleríinu, en verkin eru unnin í ýmsa miðla og endurspegla gróskulegan hugarheim sýnenda.“ Listamenn á sýningunni eru þau Bernd Koberling, Bjarni H. Þórarinsson, Dodda Maggý, Finnbogi Pétursson, Goddur, Haraldur Jónsson, Hulda Stefánsdóttir, John Zurier, Katrín Elvarsdóttir, Kees Visser, Kristján Steingrímur, Páll Haukur, Sigurður Guðjónsson, Steina Vasulka og Þórdís Erla Zoëga. Sýningin stendur til og með 21. desember.